Eldmessa

Eldmessa er stutt heimildarmynd um Lakagosið / Skaftárelda (1783 – 84) og afleiðingar þess. Myndin er blanda af uppteknu og tölvugerðu efni, sem gefur góða innsýn í umfang og afleiðingar Skaftárelda. Gagarín ehf, framleiddi myndina og verkefnastjóri var Hringur Hafsteinsson.

Eldmessa var frumsýnd þann 5. mars 2009 í Öskju, húsi  jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún svo verið sýnd á Kirkjubæjarklaustri yfir sumartímann.